Monday, December 11, 2006

Nýju krakkarnir okkar og stuðningsmenn þeirra


22.okt 2006

Hér með set ég inn nýju krakkana okkar sem við styðjum 2006-2007.

Mér finnst ástæða til að geta þess að skólaskylda er í Jemen en vegna fátæktar geta foreldrar ekki sent börn sín í skóla, einnig af því að almennt eru fjölskyldur stórar og kannski fær bara eitt af fimm eða sex eða tíu að fara í skóla.

Með þeim stuðningi sem við veitum breytum við lífi þessara barna svo um munar - og það fyrir 200 dollara á ári - á ári. Það eru um 1250 kr. á mánuði(miðað við að dollari sé 75 kr og raunar er hann aðeins lægri núna.

Það er til að mynda tilvalið að litlir kvenna eða karlahópar taki að sér barn/börn og hvet einkum og sér í lagi Zontafélög, Soroptimista, Rotary og Kiwanis og Lions til að íhuga málið. Mig langar til að biðja ykkur - hvert og eitt- að senda þetta áfram. MÉR FINNST ÁRÍÐANDI AÐ VIÐ STYÐJUM ÞESSI BÖRN. Þau eru öll frá mjög fátækum fjölskyldum sem búa við hörmulegar aðstæður.

Nú styrkjum við sem sagt 57 börn, þar af 53 stúlkur í grunnskóla og 18 í fullorðinsfræðslu. Með því að bæta þessum 20 við höfum við aukið lífsgæði tuttugu í viðbót. Kannski er það dropi en það er stórkostlegur árangur. Ég bið ykkur að hafa samband og ég læt ykkur fá nöfnin og síðan fá allir síðar í haust nánari upplýsingar og myndir af sínum börnum.

1. Jamal Hammeed Al Summary, 6 ára drengur - stuðningsmaður Helga Kristjánsdóttir
2. Rabbi Abdullah Alsarabee, 9 ára drengur- Högni Eyjólfsson
3. Wadee Abdullah Alsarabee 13 ára drengur- Guðmundur Pétursson
4. Mohammed Jameel Shraf al Salwee 9 ára, drengur- stuðningsmaður Guðmundur Pétursson
5. Bushra Sharaf AlKadasee 14 ára - stuðningsmaður Catherine Eyjólfsson
6. Fatten Sharaf Al Kadasee 7 ára- stuðningsmaður Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
7. Gada Farooq Al Shargabi 14 ára- Guðríður Helga Ólafsdóttir
8. Sabreen Farooq Al Shargabi 13 ára- Guðrún S. Guðjónsdóttir
9. Fatema Abdullah Al Kabass 12 ára - Ragnheiður Jónsdóttir
10. Sabreen Ali Al Dubari 8 ára - Jóhanna Kristjónsdóttir
11. Safwa Sadek al Namoas 15 ára- Svala Jónsdóttir
12. Fatema Samer al Radee 11 ára- Sigrún Tryggvadóttir
13.Reem Farooq al Shargabi 9 ára - stuðningsmenn Valdís B. Guðmundsd/Halldóra Pétursd
14. Amal Abdu Al Kadasi 15 ára - stuðningsmaður Vaka Haraldsdóttir
15. Maryam Saleh Al Jumhree 18 ára- stuðningsmaður Valborg Sigurðardóttir
16. Ethaar Naked Al Douis, 10 ára- stuðningsmenn Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
17. Ather Naked Al Douis 8 ára- stuðningsmenn Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
18. Summaia Galeb al Jumhree 11 ára- Þórhildur Ólafsdóttir
19. Aysha Abd Al Kareem 9 ára- stuðningmenn Sólveig Óladóttir/Kristinn Kárason
20. Aida Yeheia Al Ansee 14 ára- stuðningmaður Birna Sveinsdóttir

Þess ber að geta að aldurinn segir ekki alltaf til um hvar krakkarnir eru staddir í skólakerfinu því mörg hafa ekki byrjað í skóla fyrr en 9-11 ára vegna aðstæðna á heimili.

Nú bíð ég vonglöð og bjartsýn eftir undirtektum og þakka þeim einnig mjög vel sem þegar styrkja krakka.

Nouria sagði mér í bréfinu að flest börnin okkar sem við höfum styrkt hafi gefið sig fram og vilja halda áfram og hefur þegar verið hægt að segja nokkrum/flestum - öllum vonandi - að við munum halda áfram að styrkja þau.
Nú bíða líka þessi börn eftir undirtektum okkar. Þó er trúlegt að einhver detti út en ég vona þá að menn taki önnur börn í staðinn. Læt ykkur vita nánar um það fljótlega.

Mér finnst samt ástæða til að geta um að ENGIR hópar hafa gefið sig fram til að taka þátt í þessu verkefni og því get ég aðeins stuðst við velviljaða VIMA félaga og aðra sem þeir kynna þetta mál

Ég sendi öllum stuðningsmönnum þær upplýsingar sem ég fékk frá YERO um krakkana
Nouria hefur nú sent mér á emaili þakkarbréf til hvers og eins og myndir af krökkunum. Þar sem ramadan er að ljúka og hátíðin Eid al fitr gengin í garð ætlar hún að senda síðustu plöggin þegar hátíðinni lýkur.
Þá efnum við til fundar og fólk fær "sín" börn. Ítreka að þær stúlkur sem bættust í hópinn í stað þeirra sem duttu út eru allar komnar með sína styrktarmenn svo talan helst óbreytt.

Einnig vonast ég til að í desember komi svo upplýsingar um stúlkurnar okkar af fullorðinsfræðslunámskeiðinu.

Sömuleiðis mun Nouria láta í té vitneskju um hvernig litlu stelpunum í fyrsta hópnum gengur og þeim mun ég sömuleiðis koma áleiðis.

ÞEgar upplýsingarnar frá YERO liggja allar fyrir langar mig að hvetja sem ALLRA flesta til að senda krökkunum mynd af sér og kannski smábréf. YERO konur lesa það fyrir þær og skrifa til ykkar ef þið óskið eftir. Þessar myndir má líka senda í gegnum mig og ef þið svo kjósið sendið þá mynd og smákort með heimilisfangi ykkar til mín og ég kem þeim snarlega áleiðis.

Þegar við fórum til Jemens sl. vor langaði marga að færa sínum börnum gjöf. Eftir nokkrar umræður komumst við að þeirri niðurstöðu að þá mundu sum verða útundan en var þess í stað samþykkt í VIMA stjórn að kaupa lýsistöflur fyrir 40 þús. krónur sem Fatimustjóður greiddi. Og þó ekki að fullu því Lýsi h.f gaf okkur af rausnarskap helmingsafslátt og hafi forsvarsmenn þar hugheilar þakkir fyrir.

Ef þið þekkið til í einhverjum fyrirtækjum sem vildu taka þátt í að styðja þetta verkefni frekar bið ég ykkur lengsta orða að hafa samband.

No comments: