Monday, December 11, 2006

Meira um Jemen og sjóðinn

Brottför til Jemen stendur fyrir dyrum og allir eru eftirvæntingarfullir og hlakka til.
Býst við að geta hitt félaga í Jemen sem geta gefið nokkurn veginn pottþétt upp hvað kosta muni að styrkja amk. eina jemenska stúlku - helst Fatimu í Þúla- til náms. Var að taka saman hvað væri komið inn og hér með listi yfir það.
Sjálf legg ég fram til að byrja með 250 þúsund af Hagþenkisverðlaunum. Ein félagskona sem ég held að vilji ekki láta nafn síns getið 100 þúsund.
Í þeim vísi að söfnun sem var í tengslum við afmælið mitt í febrúar komu inn 64.825 þúsund.
Tveir kvennaklúbbar eru reiðubúnir að taka þátt í verkefninu og bíða eftir áætlun um kostnað. Þeir eiga þakkir skildar svo og aðrir sem hafa lagt þessu lið.Þá er skipulagsskrá sjóðsins í undirbúningi svo allt verði nú löglegt og fínt og gagnlegt.Þá er meiningin að senda til kvennaverkefnisins í Líbanon smáupphæð og ég geri það þó líklega ekki fyrr en ég kem aftur frá Jemen/Jórdaníu.
Ýmsir hafa haft spurnir af þessu og beðið um reikningsnúmerið. Enn er upphæðin á mínum reikningi en bý til sérreikning fljótlega. Þeir sem vilja bæta við upphæðina leggi alúðlegast inn á 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Öll framlög eru afskaplega vel þegin.







No comments: