Monday, December 11, 2006

Hver vill styrkja stúlku?

Jemenstúlknamálið er komið í fullan gang.
Samtökin í Jemen sem ég hafði hendur í hári á eftir nokkurt vesen sýna vilja okkar til að styrkja stúlkur til skólagöngu, mjög mikinn áhuga og veita upplýsingar í gríð og erg.
Ef einstaklingar vilja taka að sér að styrkja stúlku til náms frá 6 ára aldri kostar það 200 dollara á ári. Það er svo grátlega lítið að ég trúi ekki öðru en margir taki við sér.
Um þessar mundir er verið að semja sérstaka reglugerð um Fatimusjóðinn og þegar hún liggur fyrir ætlum við að gera skurk í þessu, kynna málið og leita til fyrirtækja.
En stuðningurinn byggist þó fyrst og fremst á framlagi einstaklinga og vonandi sem flestra félagsmanna í VIMA. Bið ykkur að hafa samband eða leggja beint inn á reikninginn, þið sjáið númerið hér á síðunni eins og ég hef áður bent á. 200 dollarar á ári! Vitiði ég trúi ekki að okkur muni um það.

2 comments:

Anonymous said...

I will not concur on it. I over nice post. Especially the title attracted me to study the whole story.

Anonymous said...

Good brief and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thank you for your information.